Húsið að Eirhöfða 7 er staðsett beint fyrir ofan ósa Elliðaáa og skartar útsýni yfir Vogahverfið, út á sjóinn og einkennisfjöll borgarinnar, Akrafjall og Skarðsheiði. Síðan er Esjan til norðurs í allri sinni dýrð. Staðsetningin er góð hvað varðar samgöngur, Ártúnsbrekkan einkar nærri sem og net göngu- og hjólastíga. Þá er ein frábærasta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalur í göngufæri.
Eirhöfði 7 er staðsettur á brún hamarsins og því munu íbúar hússins hafa að öllu jöfnu einstakt útsýni til Reykjavíkur. Fyrir framan teigir Geirsnefið sig og ósar Elliðaáa. Þá blasir við Vogahverfið og sundin blá með Skarðsheiði í bakgrunni. Esjan er að sjálfsögðu í öllu sínu veldi til norðus.
Stutt er í göngu- og hjólastígana í Elliðaárdalnum en þeir tengjast síðan við Fossvogsdal og Heiðmörk. Elliðaárnar haf þá sérstöðu að vera einu laxveiðiárnar sem renna í gegnum höfuðborg.
Ártúnshöfðinn er að fara í gegnum mikla umbreytingu með nýju deiliskipulagi. Húsin að Eirhöfða 7 munu vera með þeim fyrstu sem rísa í nýju skipulagi þar sem Ártúnshöfðinn fer frá því að vera iðnaðarhverfi í íbúðahverfi.
Elliðaárvogurinn er eitt veðursælasta svæði Reykjavíkur. Árúnshöfðinn mun skýla byggðinni fyrir suðvestanátt og þar gætir ekki norðanstrengs. Áhersla er á skilvirkar almenningssamgöngur og að umhverfið hvetji til reglulegar hreyfingar og góðra félagslegra samskipta.
Hugað verður sérstaklega að öryggi gangandi og hjólandi umferðar og stutt í náttúru og góðar tengingar við útivistarsvæði. Þá verður vel lagt í hönnun opinna svæða og tekið tilit til vistkerfis hverfisins.
Hægt er að kynna sér þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á Ártúnshöfða hér.
Framtíðar hugmyndir um uppbyggingu hverfisins má skoða hér.
Gert er ráð fyrir að borgarlína verði með aðalstöð sína uppi á Höfða og munu almenningssamgöngur verða mjög góðar. Þá eru góðar göngu- og hjólaleiðir til og frá húsinu.