Eirhöfði 7

Ártúnshöfðinn er að fara í gegnum mikla umbreytingu með nýju deiliskipulagi. Húsin að Eirhöfða 7 munu vera með þeim fyrstu sem rísa í nýju skipulagi þar sem Ártúnshöfðinn fer frá því að vera iðnaðarhverfi í íbúðahverfi.

Húsin við Eirhöfða 7 sitja úti á hamrinum og gefa íbúum einstakt útsýni yfir borgina, til Esjunnar, Skarðsheiði og á góðum dögum yfir til Snæfellsjökuls.

Um er að ræða fyrsta áfanga uppbyggingar á Ártúnshöfða við Elliðaárvog. Ártúnshöfðinn er eins konar háslétta og einkennist af miklum landhalla til vestur og norðurs í átt að Elliðaárvogi og Bryggjuhverfi. Skipulagið gerir almennt ráð fyrir randbyggð með skjólgóðum inngörðum og fjölbreyttum almenningsrýmum. Byggt er með áherslu á hagstæða afstöðu húsa fyrir skjól og birtuskilyrði.

Fallegar og fjölbreyttar íbúðir með sérsmíðuðum innréttingum af háu gæðastigi, vönduð heimilstæki frá Miele. Íbúðir á efri hæðum eru með stórum þakgarði/þaksvölum ásamt því að sameiginlegur inngarður er fyrir alla íbúa hússins.

Bílastæðakjallari er undir öllu húsinu og fylgja stæði og bílskúrar stærstu eignunum.

Afhending maí – september 2025

Eirhöfði 7

Hnarreist á hamrinum

Arkitekt bygginganna er Arnar Þór Jónsson hjá Arkís og segir hann að ný hugsun hafi verið tekin inn í hönnunarferlið sem gefur betra aðgengi að inngarðinum fyrir hjólafólk og gangandi vegfarendur.

Byggingarnar eru í u-laga formi og ná upp í sjö hæðir. Fjöldi íbúða er 96 og eru frá stúdíó íbúðum upp í rúmar penthouse íbúðir með þaksvölum.

Stigahúsin eru fjögur með lyftu og er gert ráð fyrir blandaðri samsetningu íbúa, stigagangur D er sérstaklega hugsaður fyrir íbúa yfir 55 ára. Þar er tekið mið af þessum hópi við hönnun og útfærslu íbúða, mikið úrval allt fá litlum einingum upp í stórar þakíbúðir.

Eirhöfði 7

Útlitið mikilvægt

Í deiliskipulaginu er lagt mikið uppúr útliti húsanna þannig að þau séu falleg í umhverfinu upp á hamrinum.

Skoðað var hverjar væru aðalvindáttirnar til þess að hámarka skjól í inngarðinum og rannsakað var hvernig hægt væri að hanna byggingarnar þannig að inngarðurinn fengi sem flestar sólarstundir.

Eirhöfði 7