Hönnuðirnir

Að innanhússhönnun koma tveir hönnuðir. Það eru þær Rut Káradóttir og Thelma Guðmundsdóttirog hafa þær lagt fram fimm þemu fyrir efnisval og liti í íbúðunum.

Rut Kárdóttir hefur þegar getið sér góðs orðs en hún lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrifaðist þaðan árið 1993. Það sem er einkennandi í hennar hönnun eru einföld og stílhrein form þar sem vönduð efni og lýsing hjálpa til við að skapa sígilt en um leið hlýlegt yfirbragð.

Thelma Guðmundsdóttir er innanhússhönnuður hjá Arkís og lítur hún gjarnan til náttúrinnar í sinni hönnun. Hennar helsti innblástur við hönnun á þemunum var hið óviðjafnanlega útsýni yfir hafið og fjöllin.

 

Eirhöfði 7

Efnisval

Smellið á þemaheiti til að skoða efnisval

Kasmír grár

Náttúru grár

Dökk eik

Grásteinn

Snjór

Eirhöfði 7
Eirhöfði 7
Eirhöfði 7
Eirhöfði 7
Eirhöfði 7

Rut Káradóttir innanhússarkitekt

Óhætt er að segja að Rut sé meðal þekktustu innanhússhönnuðum á Íslandi. Hefur hún átt farsælan feril og hefur verið fjallað um hennar innanhússhönnun bæði hérlendis sem erlendis.

Rut finnst svona verkefni vera öðruvísi við að eiga þar sem að það er ekki einn ákveðinn kúnni sem að hún er að hanna fyrir. Þá sé mikilvægt að legga fram grunn þar sem að fólkið sem flytur inn hafi tök á að setja sitt persónulega mark á íbúðina.

Útgangspunkuturinn í því samhengi er að hönnunin sé lágstemmd og notar þá hlutlausar litapallettur sem að gefur fólki tækifæri á að setja inn þá liti sem fólki geðjast hvort sem það eru ljósari eða dekkri tónar en einnig getur fólk dekkt litina sem eru fyrir ef það vill því að öll litanúmer eru á heimasíðunni. En þrátt fyrir að hönnunin sé lágstemmd er hún glæsileg og vönduð. Innréttingarnar eru frá Voké-III og eru fallegar og gefa möguleika á allskyns aukahlutum og innvolsi með gott geymslu og skáparými. Hægt er að sjálfsögðu bæta við skápana en Rut leggur áherslu á að það sé líka mikilvægt að hafa “pláss fyrir skenkinn sem að þú erfðir frá ömmu þinni”.

Auk vandaðra innréttinga þá finnst Rut gluggasetningin á íbúðunum mjög góð sem gerir þær bjartar. Húsin eru falleg og u-laga og faðma útsýnið og mikil stúdía hefur farið í skjólgóðann inngarðinn. Húsið allt sé hannað með þemun í huga og að upplifun  þeirra sem koma inn sé heildræn þar sem sameignin er hluti af innanhússhönnuninni.

Heildarskipulag íbúðanna er gott, þar sem eldhús,borðstofa og stofa séu rúm. Áherslan er meiri á þau rými þar sem fólk nýtur samveru.  Gjarnan er þetta fólk þar sem börnin eru flutt að heiman og þá þurfa þau áfram að vera með gott eldhús og borðstofu til þess að taka á móti börnum, barnabörnum og tengdafólki.

Innblásturinn tekur Rut gjarnan úr náttúrunni en þá skiptir arkitektúr hússins eða byggingarinnar líka máli og þá finnst henni skemmtilegt að hanna einhversstaðar þar hún gæti sjálf hugsað sér að vera. Þá skiptir ekki öllu máli hvort að rýmið sé smart eða hallærislegt því að það er svo afstætt, mikilvægast sé að rýmið gefi tilfinninguna “hér líður mér vel”.

Þemun sem Rut hannaði eru Kasmír grár, Náttúru grár og Dökk eik.

Eirhöfði 7

Thelma Guðmundsdóttir hjá Arkís

Thelma segir innblásturinn frá hennar hönnun eigi rætur í náttúrunni og íslenskri byggingarhefð. Þetta sé Skandinavískur still sem leggur áherslu á einfaldleika og virkni þar sem hágæða efni eru í aðalhlutverki.

Þemun byggist á litasamsetningum og efnisvali sem endurspegla náttúruna með rólegar litapalettur búnar mjúkum jarðlitum. Þá er hver íbúð hönnuð með það að markmiði að fallegt heimili sé skapað sem veitir hlýja tilfinningu. Þá geta íbúar sett sitt mark á rýmin með því að tóna litina upp eða niður eins og þeim hentar þá mögulega með dýpri eða dekkri litum.

Þá mælir Thelma með vali á fallegu parketi í samblandi við hör gardínur og grófum efnum í húsgögnum.

Í hönnunarferlinu var tekið heildrænt sjónarhorn þar sem lífstíll og vellíðan íbúa eru í forgrunni þar sem opin rými með dagsljósi og útsýni eru lykilatriði í að ná þægilegri einingu.

Litaþemun sem Thelma hannaði eru Grásteinn og Snjór.

Eirhöfði 7